27.05.1957
Efri deild: 110. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1564)

177. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (BSt):

Út af ummælum hv. þm. V-Sk. (JK) og tilmælum til mín að hefja einhvers konar réttarrannsókn út af áburði á hv. bankastjóra í Landsbankanum og Útvegsbankanum vil ég taka það fram, að mér virðist, að það geti ekki verið mitt hlutverk sem forseta deildarinnar að skipta mér af öðru í þessu efni en því, sem fram kemur í d., og ég hef ekki heyrt enn sem komið er nein þau ummæli, sem aðfinnsluverð eru, í garð neinna manna hér, nema helzt nú hjá hv. þm. sjálfum til annarra manna en bankastjóranna. Ef hann, þegar hann beinir orðum sínum til mín, á við það, að ég er jafnframt formaður fjbn., þá er það að vísu annað mál, en ég vil benda honum á, að það er ekki enn búið að vísa frv. til fjhn. og liggur engin till. fyrir um, að svo sé gert.