28.05.1957
Efri deild: 112. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (1579)

177. mál, Landsbanki Íslands

Bernharð Stefánason:

Herra forseti. 1. umr. þessa máls lauk klukkan eitthvað tæplega þrjú, að mig minnir, í gær, a.m.k. var það alllöngu fyrir venjuleg fundarlok. Ef frv. hefði þá verið vísað til n., hefði samstundis verið haldinn fundur í fjhn., því að eins og hv. nm. vita, var ég búinn að boða nefndarfund að loknum deildarfundi, og ég geri ráð fyrir, að þá hefði 2. umr. um málið farið fram nú, eins og nú er. Það hefði aðeins legið fyrir nál.

En að fara að vísa frv. nú til n. og væntanlega þá tveimur næstu málum á dagskrá einnig, mundi áreiðanlega tefja málin a.m.k. um dag og þar með þinglok.

Að sjálfsögðu verður þessi till. borin upp, og d. sker úr því, hvort hún vill fara nú að vísa málinu til n. En ég álít, að hún hefði þá heldur átt að gera það í gær, ef hún vill fara að vísa því nú til n., því að ég hygg, að þótt það hefði verið gert í gær, þá hefði það, eins og ég sagði, ekki tafið málið mjög mikið.

Það gætir nokkurs misskilnings í ræðum manna um meðferð annarra mála, sem hér hafa verið fyrir Alþ. Heilbr.- og félmn. deildanna unnu víst saman að húsnæðismálafrv., en því var vísað til n. samt sem áður í báðum d. Aftur á móti er það ekki rétt að því er snertir frv. um stóreignaskatt. N. unnu ekki saman að því máli, a.m.k. ekki neitt að ráði, og gekk það til hvorrar n. fyrir sig. Þetta hefur misskilizt af mörgum, því að ég man eftir því, að í blaði einu er það haft eftir mér sem frsm., að ég hafi sagt hér í þingræðu, að n. hefðu unnið saman að frv. um stóreignaskatt. Það sagði ég ekki, enda var það ekki gert.