30.04.1957
Neðri deild: 89. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (1636)

148. mál, eyðing refa og minka

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Það er gamall og góður þingsiður, þó að ég játi, að hann sé ekki óbrigðull, að gerð er grein fyrir málum af hálfu ríkisstjórnar einnig í síðari deild. Þar sem hæstv. forseti hefur upplýst, að málíð sé stjórnarfrv., vil ég vita, — bann grennslast eftir því kannske, — hvort ríkisstjórnin sé öll hlaupin af landi brott eða týnd eða eitthvað hafi fyrir hana komið. Það er gott að fá það upplýst að gefnu þessu tilefni.