28.05.1957
Neðri deild: 111. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1763 í B-deild Alþingistíðinda. (1687)

174. mál, menningarsjóður og menntamálaráð

Frsm. meiri hl. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, hefur þegar gengið í gegnum Ed. umræðu- og umdeilulítið og að ég hygg óbreytt frá því, sem það var lagt fyrir. Meiri hl. menntmn. þessarar bv. d. mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt.