21.05.1957
Efri deild: 104. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1794 í B-deild Alþingistíðinda. (1711)

176. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég get ekki verið með þessari till. Ég hefði verið með því að taka skemmtanaskatt af öllum kvikmyndasýningum og hafa enga undanþágu. Það læzt nú þm. N-Ísf. vilja. Hann hefur viljað það einhvern tíma, en ekki núna, og nú vill hann gera mismun á milli kvikmyndahúsanna, og með því get ég ekki verið og segi þess vegna nei.