22.05.1957
Efri deild: 105. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1797 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

176. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Þessi till. gerir ráð fyrir því, að e-liðurinn falli allur niður. Það mætti skilja það svo, að áður gefin leyfi væru þar með felld úr gildi, en um það er þó ekkert sérstakt sagt. En ættu áður gefin leyfi að falla úr gildi, þyrfti að taka það sérstaklega fram í lögunum. Þess vegna held ég, að flm. hafi ekki enn fundið sjálfan sig og ekki enn getað komið till. í það form, að hún sé frambærileg og segi það, sem hann læzt vilja, og greiði þess vegna ekki atkvæði.