12.02.1957
Neðri deild: 53. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2366 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

Varamenn taka þingsæti

forseti (HÁ):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Hér með leyfi ég mér að tilkynna yður, herra forseti, að 1. þm. Reykv., Bjarni Benediktsson, sem er einn af fulltrúum Íslands á þingi Norðurlandaráðsins, muni verða fjarverandi um tveggja vikna skeið. Er það ósk hans, að fyrsti varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Ásgeir Sigurðsson, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Magnús Jónsson.

Til forseta neðri deildar.“

Ásgeir Sigurðsson, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, hefur tekið sæti hér. Hann hefur áður undirritað þingmannseið sinn, og þarf því ekki frekari athugunar við í því sambandi. Býð ég hann velkominn hér til starfa.

Á 32. fundi í Sþ., 15. febr., var tekin til meðferðar rannsókn kjörbréfs varaþingmanns.