07.03.1957
Efri deild: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

116. mál, félagsheimili

Bernharð Stefánsson:

Ég tel í sjálfu sér þessa till. alveg óþarfa. Í frv. sjálfu er gert ráð fyrir því, að hvers konar félagasamtök til almenningsheilla geti verið með í félagsheimili og þá einnig þær félagsheildir, sem till. fjallar um, eins og önnur félög. Hef ég áður lýst skoðun minni á því, að það nái ekki nokkurri átt annað en að félögin sameini sig um félagsheimili, þau félög, sem fyrir eru í hverju byggðarlagi, en ekki sé verið að byggja félagsheimill fyrir hvert einstakt félag. Ég segi nei.

1. gr. samþ. með 10 shlj. atkv.

Brtt. 316 felld með 8:6 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: FÞ, GTh, JJós, JK, SB, SÓÓ.

nei: AG, BjörnJ, GeirG, FS, EggÞ, KK, SE, BSt. PZ greiddi ekki atkv.

2 þm. (BjörgJ, HermJ) fjarstaddir.

1. þm. gerði svo hljóðandi grein fyrir atkv.: