07.03.1957
Efri deild: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (1832)

116. mál, félagsheimili

Björn Jónsson:

Herra forseti. Þar sem því er margyfirlýst, að ríkisstjórnin hafi í undirbúningi löggjöf, sem muni auka tekjur félagsheimilasjóðs, og þar sem ég treysti því, að þessi viðleitni ríkisstj. muni ekki bera minni árangur til þess að auka tekjur sjóðsins heldur en gert er ráð fyrir í þessari brtt. og samþykkt hennar kynni því að spilla fyrir því, að hann fengi nægilegt fé til umráða, þá segi ég nei.

2. gr. samþ. með 10 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 10 shlj. atkv.