08.03.1957
Efri deild: 66. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1931 í B-deild Alþingistíðinda. (1834)

116. mál, félagsheimili

Forseti (BSt):

Út af því, sem hv. þm. N-Ísf. beindi til mín, skal ég taka það fram, að ég veit engin dæmi til þess, að forseti sendi þingmál til eins eða annars, mál, sem n. er að fjalla um og hefur til meðferðar, svo að ég býst ekkí við, að ég geti orðið við bón hans um þetta. Hins vegar hefur formaður þeirrar n., sem fjallaði um málið, heyrt þessi tilmæli og aðrir nefndarmenn og taka það sjálfsagt til greina, ef þeim finnst það nauðsynlegt.