08.03.1957
Efri deild: 66. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1936 í B-deild Alþingistíðinda. (1843)

116. mál, félagsheimili

Forseti (BSt):

Eins og ég sagði áðan, mun ég fresta umr., og það liggur í sjálfu sér, að nefnd, sem hefur málið til meðferðar, því að n. hefur málið til meðferðar, þangað til það er útkljáð í d., metur þær ástæður, sem hér hafa komið fram, og tekur ákvörðun um, hvort henni þykir þörf á því að leita umsagnar annarra aðila. Það er sú venja og sá háttur, sem hafður er á, að n. meta það sjálfar. Ég held, að það sé alveg óvenjulegt, að forseti fyrirskipi n. eitt eða annað í því efni. Hitt er annað mál, að forseti gengur oft eftir nál., án þess að hann kveði neitt á um það, hvernig það nál. á að vera.