19.03.1957
Efri deild: 72. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1936 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

116. mál, félagsheimili

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Ég hefði vænzt þess, að hv. form. menntmn. tæki hér til máls við framhald umr., þótt ekki væri til annars en gera grein fyrir áliti því, sem mér er kunnugt um að hv. n, hefur borizt frá stjórn félagsheimilasjóðs. Það er álitsgerð sú, sem ég óskaði eftir að lægi fyrir, áður en þetta mál yrði endanlega afgreitt hér hjá hv. þd.

Ég vil nú, áður en ég held lengra áfram mínu máli, óska þess, að hv. þd. verði gerð grein fyrir þessari álitsgerð, og óska þess að mega sjálfur fá tækifæri til þess að sjá hana.