29.05.1957
Efri deild: 116. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1944 í B-deild Alþingistíðinda. (1871)

116. mál, félagsheimili

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mál þetta er komið aftur til þessarar hv. deildar frá hv. Nd., sem afgreiddi það við þrjár umr. á fundi sínum nú síðdegis. Hv. Nd. gerði þá einu breytingu á frv. að fella úr frv. ákvæði, sem hv. Ed. samþ. fyrr í dag um, að félagsheimili í sveitum og kauptúnum skuli sitja fyrir um styrk úr sjóðnum, meðan félagsheimilasjóður geti ekki fullnægt hlutverki sínu sakir fjárskorts.

Ég vil geta þess. að hv. menntmn. Nd. var á einu máli um að leggja til, að þetta ákvæði væri fellt niður úr frv., en á fundi n., sem gerði þessa till. til hv. Nd., voru mættir 4 af 5 nm. Ég vildi því leyfa mér að vænta þess, að hv. Ed. sjái sér fært að samþ. frv. sem lög eins og það nú liggur fyrir.