29.05.1957
Efri deild: 116. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í B-deild Alþingistíðinda. (1880)

116. mál, félagsheimili

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég skal ekki hafa það nema stutta athugasemd. — Ég tók eftir því, sem hæstv. forsrh. sagði, að með þeirri breytingu, sem gerð verður á félagsheimilasjóðslögunum, og þeirri viðbót, sem hér er gerð, verði félagsheimilin ekki verr sett en þau voru áður. Þetta er alveg rétt hjá forsrh. Það er komið með félagsheimilin í sama farið og þau voru áður. Hvað þýðir það? Það þýðir fyrir sveitirnar, að þau verði ekki byggð vegna fjárskorts.