24.04.1957
Sameinað þing: 52. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2398 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (EmJ):

Frá forseta neðri deildar hefur mér borizt svo hljóðandi bréf:

„Mér hefur í dag borizt svo. hljóðandi bréf frá Steingrími Steinþórssyni, 1. þm. Skagf.: „Þar sem læknar hafa ráðið mér sökum heilsubrests að létta af mér störfum næstu vikur, leyfi ég mér hér með að óska þess, að varamaður minn, Ólafur prófessor Jóhannesson, taki sæti mitt á Alþingi skv. ákvæðum 144. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Hv. kjörbréfanefnd mun hafa athugað kjörbréfið, og framsögumaður nefndarinnar, hv. þm. N-Þ., mun gera grein fyrir störfum nefndarinnar.