08.02.1957
Neðri deild: 52. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (1926)

97. mál, þinglýsing skjala og aflýsing

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Hv. þm. V-Húnv. hefur sýnt nú eins og oft áður, að hann er glöggskygn maður — á sumt, skulum við segja, — og ég þakka honum fyrir þessa athugasemd. Ég hafði ekki hugleitt þetta atriði. Ég játa það fúslega, að við bárum ekki þetta saman, heldur ræddum um efnishlið málsins. Það hefði staðið mér næst sem frsm. og raunar sem þm. Reykv. að gæta þess, að hún gleymdist ekki alveg. Ég held, að það sé nóg, að við athugum þetta fyrir 3. umr. Ég skal ganga úr skugga um það. En tilfellið er, að um Rvík gilda að nokkru leyti sérstök lög, og er því mögulegt, að um það sé fjallað í þeim sérstöku lögum. Ég get ekki svarað því án þess að fletta því upp. En ef það verður tekið gilt, þá skal ég ganga úr skugga um það fyrir 3. umr.