29.04.1957
Sameinað þing: 53. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2398 í B-deild Alþingistíðinda. (194)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (EmJ):

Mér hafa borizt svo hljóðandi bréf frá hæstv. forseta Nd.:

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Guðmundi Í. Guðmundssyni, 7. landsk. þm.: „Þar sem ég mun verða erlendis a.m.k. næstu tvær vikur, leyfi ég mér að óska þess, að varamaður minn taki sæti á Alþingi, þar til ég kem aftur til landsins.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Þá hefur mér einnig borizt annað bréf, svo hljóðandi:

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Magnúsi Jónssyni, hv. 2. þm. Eyf.:

„Hér með leyfi ég mér að tilkynna yður, berra forseti, að Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf., hefur ekki aðstöðu til þess að mæta til þings nú um tveggja vikna skeið vegna sérstakra anna við opinber störf heima í héraði, og er það ósk hans, að varamaður hans, séra Gunnar Gíslason, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Það mun hafa verið leitað til kjörbréfanefndar um afgreiðslu kjörbréfa, en hún ekkí hafa lokið störfum, og verður þess vegna gefið fundarhlé í einn stundarfjórðung eða til kl. 2, ef n. gæti á þeim tíma lokið rannsókn kjörbréfanna. [ Fundarhlé ].