20.05.1957
Sameinað þing: 58. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2400 í B-deild Alþingistíðinda. (201)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (EmJ):

Frá hæstv. forseta Nd. hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Pétri Péturssyni, 10. landsk. þm.:

„Þar sem ég er á förum til Bandaríkjanna og mun dvelja þar næstu 4–5 vikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 144. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður, Bragi Sigurjónsson ritstjóri, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson,

forseti neðri deildar.“

Ég vildi þá leyfa mér að gera stutt hlé á fundinum og biðja kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til athugunar. Fundinum verður frestað í 10 mínútur. — [Fundarhlé.]