17.05.1957
Neðri deild: 99. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2031 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

173. mál, skipakaup

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Sjútvn. flytur þetta frv. eftir beiðni hæstv. ríkisstj., en efni frv. er að gera breytingu á 5. gr. laga um heimild fyrir ríkisstj. til skipakaupa og lántöku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en þessi lög voru samþ. á Alþ. í lok s.l. árs.

Í 5. gr. laganna er ríkisstj. veitt heimild til að semja um kaup og smíði á allt að sex 150–250 rúmlesta fiskiskipum og taka til þess lán allt að 15 millj. kr.

Nú hefur, eins og segir í grg. frv. á þskj. 539, ríkisstj. borizt till. frá atvinnutækjanefnd um það, að heimildin verði nokkuð aukin, þannig að heimilt verði að semja um kaup og smíði á fleiri skipum og þá jafnframt lánsheimildin hækkuð, og um það fjallar þetta frv.

Það hefur komið í ljós, að allmikil eftirspurn er eftir þessum skipum, og liggja til þess tvær ástæður: Í fyrsta lagi það, að þau þykja henta betur en togarar af venjulegri stærð til þess að leggja á land fisk í höfnum, þar sem hafnar- og vinnsluskilyrði eru takmörkuð. Í öðru lagi virðist hafa vaknað hjá ýmsum reyndum útgerðarmönnum áhugi fyrir útgerð skipa af þessari gerð og stærð.

Ég legg svo til, að frv. verði vísað til 2. umr. Það er flutt af nefnd.