29.05.1957
Neðri deild: 113. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2151 í B-deild Alþingistíðinda. (2297)

123. mál, hlutafélög

Ólafur Jóhannesson:

Það er að mínu viti augljóst mál, að ákvæði frv. þessa, þótt að l. verði, nái ekki til atkvæðisréttar í þeim hlutafélögum, sem til eru við gildistöku laganna. Till. staðfestir aðeins þann skilning, sem ég tel vafalausan eftir venjulegum og eðlilegum lögskýringarreglum. Tel ég því till. þarflausa — en engu spilla — og greiði ekki atkv.