13.02.1957
Sameinað þing: 30. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í D-deild Alþingistíðinda. (2461)

100. mál, jöfn laun karla og kvenna

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Ég heyri nú, að hv. 5. þm. Reykv. tekur þann kostinn að slá upp á gaman í þessu máli, og það er eina rétta leiðin hjá honum, því að það þýðir ekkert fyrir þá annað en að reyna að bregða fyrir sig einhverju krossmarki til þess að hylja fyrri fortið í málinu. En viðvíkjandi hátíðisdögum er það að segja, að það er sannarlega ástæða fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum að halda hátíð, hvaða dag sem þessi samþykkt verður flutt og launajafnrétti kvenna verður samþykkt á Íslandi, og gefa kaffi í Sjálfstæðishúsinu.