15.05.1957
Sameinað þing: 57. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í D-deild Alþingistíðinda. (2520)

154. mál, atvinnuleysi

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég veit nú ekki, hvort hæstv. ráðh. hefur kannað það til hlítar, hvort allar þessar samþykktir hafi farið til allshn. Að minnsta kosti var hann ekki svo viss í því í upphafi, þegar hann lagði til, að málið færi til heilbr.- og félmn., sem raunar fyrirfannst ekki í Sþ. Allshn. er ekki svo ýkjagömul í Sþ., að ég þori að fullyrða um þetta athugunarlaust, og þó að ég meti hæstv. ráðh, nokkurs, vil ég ekki að órannsökuðu máli taka hans orð að öllu leyti trúanleg. Hitt skal honum virt til vorkunnar, að hann hefur e.t.v. misskilið það, sem ég sagði áðan. Ég talaði ekki alveg greinilega. Hv. utanrmn. er komin það vel á laggirnar, að ég hygg, að það sé hægt að kalla hana saman, því að form. hefur þar verið kosinn, en hann hefur engan fund boðað, síðan hann náði kosningu, og undan hefur fallizt að kjósa þá undirnefnd, sem nefndin lögum samkvæmt á að kjósa. En sú undirnefnd mundi alls ekki fjalla um þetta mál, heldur n. í heild, svo að af þeim sökum er henni treystandi til að fara með þetta e.t.v. ekki mjög vandasama mál, en þó þannig, að einhver n. verður að fjalla um það. Ég geri því að till. minni, að þetta tækifæri verði notað til þess, að utanrmn. hafi sérstakt tilefni til að koma til fundar.