31.05.1957
Sameinað þing: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (2560)

161. mál, stofnun lífeyrissjóðs fyrir sjómenn

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þáltill. sú, sem hér ræðir um, á þskj. 452, er flutt af mér og nokkrum samflokksmönnum mínum. Hún er þess efnis að skora á ríkisstj. að láta fram fara athugun á stofnun lífeyrissjóðs fyrir sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmenn og aðra þá, sem ekki njóta lífeyristrygginga hjá sérstökum lífeyrissjóðum. Allshn. hefur athugað till. og mælir einróma með samþykkt hennar. Í framsöguræðu gerði ég á sínum tíma allýtarlega grein fyrir þessari till. Ég leyfi mér að vísa til þess, sem þá var um hana sagt.