13.03.1957
Sameinað þing: 45. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í D-deild Alþingistíðinda. (2607)

81. mál, verðtrygging á sparifé skólabarna

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Með því að fengin er vitneskja um, að bankaráð Landsbankans hefur þegar veitt framkvæmdastjórn hans heimild til að verðtryggja sparifé skólabarna, og enn fremur, að bankastjórnin í greinargerð til hv. allshn, lýsir því yfir, að hún hafi fullan hug á að leysa málið á svipaðan hátt og gert er ráð fyrir í þáltill. þeirri, sem hér liggur fyrir, þá tel ég sem annar flm. tillögunnar samþykkt hennar þarflausa og mun því greiða fram kominni dagskrártillögu atkvæði.