14.11.1956
Sameinað þing: 9. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í D-deild Alþingistíðinda. (2653)

45. mál, Ungverjalandssöfnun Rauða krossins

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Um þriggja vikna skeið hefur ungverska þjóðin háð blóðuga baráttu fyrir frjálsræði sínu. Tala fallinna er trúlega hærri en 100 þús. manns og sjúkir menn og sárir vafalaust miklu fleiri. Skortur lyfja, hjúkrunargagna og matvæla mun geigvænlegur.

Alþjóða Rauði krossinn hefur efnt til fjársöfnunar til hjálpar Ungverjum í öllum þeim löndum, sem hann hefur frelsi til starfa. Þykir rétt og sjálfsagt, að Alþingi Íslendinga leggi fram nokkurn skerf til þess að lina þrautir Ungverja í sárum þeirra og svelti. Flm. þessarar till. leggja til, að Alþ. verji 250 þús. kr. úr ríkissjóði í þessu skyni.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að till. verði vísað til síðari umr. og hv. fjvn.