31.05.1957
Sameinað þing: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í D-deild Alþingistíðinda. (2713)

113. mál, verndun fiskimiða umhverfis Ísland

Pétur Ottesen:

Herra forseti. Ég hygg, að það muni hafa verið 6. marz, sem vísað var til allshn. í Sþ. þáltill. um verndun fiskimiða, sem ég flutti hér. Nú sé ég, að allshn., sem líka hefur verið vísað til allmiklum hópi mála, muni hafa afgr. flest eða öll önnur mál en þessa þáltill. Ég vil þess vegna leyfa mér að spyrjast hér fyrir um það, hverju því valdi, að þessi till. hefur enga afgreiðslu fengið. Hún snertir mikilsvert atriði í atvinnumálum okkar, sjávarútveginum, og er þess vegna einkennilegt, að slíkt mál sem þetta skuli ekki hafa fengið neina afgreiðslu frá nefndinni.