22.12.1956
Sameinað þing: 18. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2416 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

Þinghlé

forseti (EmJ):

Þar sem nú er lokið afgreiðslu þeirra mála, sem aðkallandi var talið að afgreiða fyrir jól, verður nú gert hlé á fundum Alþingis um sinn og fram yfir hátíðar. Hæstv. ríkisstj. hefur óskað eftir því, að þetta fundahlé yrði til 21. jan., og verða því væntanlega ekki kallaðir saman fundir á ný fyrr en þann dag, og verða þá fundir boðaðir með dagskrá.

Ég vil nota þetta tækifæri til þess að óska hæstv. ríkisstj., hv. alþingismönnum og öllu starísliði þingsins gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs og þakka þeim fyrir samstarfið á liðna árinu öllum. Enn fremur vil ég óska hv. alþingismönnum, sem ferðast til heimkynna sinna utanbæjar, góðrar ferðar og góðrar heimkomu og að við megum allir hittast heilir hér, þegar fundir hefjast aftur eftir nýárið.