27.02.1957
Sameinað þing: 40. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í D-deild Alþingistíðinda. (2843)

104. mál, olía frá varnarliðinu

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Út af þessari fsp. hv. þm. Vestm. vil ég taka þetta fram:

Fyrir olíuna, sem við fáum í Hvalfirði hjá Bandaríkjastjórn, ber okkur að greiða þeim kostnaðarverð hennar á staðnum í Hvalfirði. Skilmálarnir eru að öðru leyti þeir, að það á að flytja hana burt úr Hvalfirði á íslenzkum skipum og flutningi hennar á að vera lokið innan 90 daga, frá því að þeir hófust. Tegundin er brennsluolía, togaraolía, special fuel oil. Magnið er allt að 15 þús. tonn.