08.03.1957
Efri deild: 66. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (2896)

103. mál, menntun kennara

Frsm. meiri hl. (Sigurvin. Einarsson):

Herra forseti. Hv. þm. V-Sk. (JK) hringdi til mín í morgun, er hann var að fara úr bænum. Hann bað mig að hlutast til um, að þetta mál kæmi ekki fyrir í dag, þar sem hann hefur áhuga á að vera viðstaddur, þegar það kemur fyrir. Auk þess vantar óvenju marga hv. þm. í þessa deild í dag. Ég leyfi mér þess vegna að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá nú. Hins vegar mun ekkert verða því til fyrirstöðu, að það geti verið á dagskrá á mánudaginn kemur.