12.11.1956
Neðri deild: 14. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í C-deild Alþingistíðinda. (2968)

21. mál, jafnvægi í byggð landsins

Flm. (Magnús Jónsson):

Það voru aðeins örfá orð. Ég skal staðfesta það, sem hv. þm. N-Þ. sagði, að það mun missagt vera hér í grg. frv., að n. hafi starfað frá því í febrúarmánuði 1953. Hún tók ekki til starfa fyrr en um mitt ár 1954, að ég hygg, en þál. var afgr. frá Alþ. í febrúar 1953.

Hv. þm. upplýsti hér, að þetta mál væri til athugunar hjá hæstv. ríkisstj. Er vissulega ekki nema gott um það að segja. En ég vildi mjög mega vænta þess og beina því til hans sem áhugamanns um þetta mál, að hann reyndi að hlutast til um, að þeirri athugun yrði lokið sem allra fyrst, þannig að öruggt mætti teljast, að þetta frv. fengi nú loksins endanlega afgreiðslu á þessu þingi, eða að það yrði endanlega afgreidd frá þinginu viðunandi löggjöf um skipan þessara mála til frambúðar.