01.11.1956
Efri deild: 7. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í C-deild Alþingistíðinda. (3020)

29. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Fyrir nokkru skipaði fjmrn. nefnd manna til þess að íhuga, hvað hægt væri að gera til þess að tryggja innheimtu gjalds af innlendum tollvörutegundum. N. skilaði áliti fyrir nokkuð löngu, en var ekki alveg sammála, þannig að meiri hl. lagði til, að nýjar ráðstafanir yrðu gerðar, mjög ámóta þeim, sem gert er ráð fyrir i því frv., sem hér liggur fyrir, en minni hl. vildi fara nokkuð öðruvísi að. Á síðasta þingi var lagt fram frv. samhljóða því, sem hér liggur fyrir, en varð ekki útrætt. Í aths. við frv. er gerð grein fyrir efni þess á þann veg, að ég sé ekkí ástæðu til þess að endurtaka það í framsögunni.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. d. að lokinni þessari 1. umr.