10.05.1957
Efri deild: 97. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (3029)

29. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Ég skal ekki hafa á móti því, að málinu verði frestað til næsta fundar. Það fer nú væntanlega að liggja á því að afgreiða mál, sem á annað borð þingið vill afgreiða. Það mætti ætla, að þegar væri komið nærri þingslitum. En þó að ég hafi ekki á móti því að fresta umr. nú beinlínis, þá hef ég ekki ýkja mikla trú á mjög ýtarlegum upplýsingum frekari en n. fékk, þegar hún hafði tollstjórann og aðstoðarmann hans á fundi sínum og ræddi um þetta o.fl. við þá.