27.05.1957
Neðri deild: 109. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í C-deild Alþingistíðinda. (3043)

29. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vildi aðeins skýra frá því i sambandi við þetta mál, að við afgreiðslu þess í fjhn. s.l. föstudag kom það fram, að okkur hafði ekki unnizt tími til þess, hvorki mér né hv. 9. landsk. þm. (JR), að athuga fram komnar brtt. nógu rækilega né einstök atriði. En vegna þess, hvað mikil áherzla er nú lögð á að flýta þingmálum og komið alveg að þingslitum, vorum við samþykkir því, að málið yrði afgr. úr n. til 2. umr., og munum þá gera grein fyrir viðhorfum okkar við 3. umr., þar sem við höfum áskilið okkur rétt til þess bæði að flytja eða fylgja brtt. við málið. Ég sé nú, að þær eru teknar aftur til 3. umr., brtt. hv. 2. þm. Reykv. (BÓ), og mun þá nánar koma fram okkar sjónarmið í málinu.