10.05.1957
Efri deild: 97. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í C-deild Alþingistíðinda. (3078)

30. mál, Söfnunarsjóður Íslands

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Það er aðeins út af þessari síðustu skemmtilegu athugasemd hv. þm., sem ég vildi skýra frá því, að hv. þm. Vestm. og ég skrifuðum undir nál. án fyrirvara, mæltum með frv. vegna þess, að það lágu ekki réttar upplýsingar fyrir nefndinni.

Það, sem lá fyrir nefndinni og getið er um í grg. frv., var, að frv. væri flutt eftir og í samræmi við óskir stjórnar söfnunarsjóðs. Þetta reyndist aðeins hálfur sannleikur. Það lá fyrir, að stjórnin hafði óskað eftir að mega hækka vexti upp í 7%, en að annar hluti frv., sem ráðherra hafði sett inn í, eftir að stjórnin hafði gengið frá því, stjórn söfnunarsjóðsins, var algerlega andstæður óskum stjórnar söfnunarsjóðsins. Þess vegna lágu ekki réttar upplýsingar fyrir n., en þegar réttar upplýsingar komu, þá þótti okkur að sjálfsögðu skylt að hafa það heldur, er sannara reynist.