10.05.1957
Efri deild: 97. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (3081)

30. mál, Söfnunarsjóður Íslands

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Ég er fylgjandi fyrri málsgrein þessa frv. um heimild fyrir söfnunarsjóðinn til að mega hafa allt að 7% ársvexti af lánum. Hins vegar tel ég þá breytingu, sem samþ. hefur verið nú inn í frv., alveg fráleita, og í rauninni er ekki sæmandi fyrir hv. deild að afgreiða málið þannig. Greinin fjallar um það samkv. till. hv. þm. N-M. og efni hennar er þannig, að ég sé nú ekki almennilega, hvernig það getur staðizt, það getur náttúrlega leitt til mikilla og langvarandi málaferla. Ég tel ekki ástæðu til að greiða atkv. um frv., eins og það er orðið, og sit ég hjá, en vildi beina því til hæstv. fjmrh., að hann reyni við síðari meðferð málsins í Nd. að koma einhverju skaplegu lagi á niðurlag frv.