15.03.1957
Neðri deild: 68. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í C-deild Alþingistíðinda. (3213)

121. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess, að ég hef orðið var við, að um nokkurn misskilning hefur verið að ræða. Nefndin óskaði ekki eftir í gær, að umr. væri frestað, vegna þess að n. ætlaði að taka brtt. til nánari athugunar, heldur var það vegna þess, að hún ætlaði að ræða umsókn, sem gat komið til mála að yrði tekin á dagskrá, en varð þó ekki af. N. hefur ekkert frekar um till. rætt. Hún er búin að ræða um málið. Hún mun ekki frekar ræða um það, og hún hefur lagt eindregið til, að till. sé felld.