06.12.1956
Efri deild: 24. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í B-deild Alþingistíðinda. (406)

76. mál, eignarskattsviðauki

Forseti (BSt):

Ég get tekið undir það, sem hv. þm. N-Ísf. (SB) hélt fram, að æskilegast væri, að hæstv. ráðh. fylgdu sínum málum úr hlaði, hvort sem það er í Nd. eða Ed. Á hinn bóginn er um þetta frv. vitað, að það hefur verið til meðferðar nákvæmlega sams konar frv. hér ár eftir ár og hæstv. fjmrh. eða ráðherrar, sennilega fleiri en einn — Það er 2. mál á dagskrá, sem var tekið fyrir, og hér hefur verið látin í ljós óánægja yfir því, að hæstv. fjmrh. var ekki viðstaddur. Ég vænti, að hann vilji nú taka til máls. Það er um framlengingu á eignarskattsviðauka.