11.12.1956
Efri deild: 27. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í B-deild Alþingistíðinda. (412)

76. mál, eignarskattsviðauki

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. N. hefur orðið sammála um að leggja til, að þetta frv. um framlengingu eignaskattsviðauka verði samþ. óbreytt. Einn nm., Gunnar Thoroddsen, var ekki viðstaddur og tók því ekki þátt í atkvgr. um málið.

Hér er um að ræða framlengingu á gildandi lagaákvæðum um viðauka á eignarskatt, þar sem þessi ákvæði eiga að falla úr gildi um næstu áramót. Í frv. er lagt til, að ákvæðin um eignarskattsviðaukann verði einnig látin gilda á árinu 1957 og reglur þær, sem fylgt hefur verið í þessu efni, verði óbreyttar.

Álagið hefur verið 50% ofan á skattinn, og er lagt til í frv., að það verði hið sama einnig á næsta ári.