18.10.1956
Sameinað þing: 1. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

Kosning til efri deildar

Forseti (EmJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Þingflokkar Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins hafa samkvæmt heimild í 6. gr. þingskapa komið sér saman um að hafa með sér kosningabandalag um kjör til efri deildar.

Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson,

Emil Jónsson.“

Ég vil biðja um tilnefningu þingmanna til efri deildar, sem samkv. þessu verður annars vegar frá bandalagi þessara þriggja flokka.