06.12.1956
Neðri deild: 27. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (753)

3. mál, húsnæðismálastjórn

Fram. meiri hl. (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Frv. til l. um breyt. á l. nr. 55 1955, um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða, liggur hér fyrir til 2. umr. Frv. hefur verið rætt í heilbr.- og félmn., og varð nefndin ekki sammála um afgreiðslu þess, eins og nál. á þskj. 116 ber með sér.

Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt, en minni hl., hv. þm. Ísaf. og hv. 8. þm. Reykv., eru frv. mótfallnir. Frv. er stjórnarfrv. og flutt sem staðfesting á brbl., útgefnum 21. sept. s.l. af hæstv. félmrh.

Þegar þetta frv. var til 1. umr. hér í þessari hv. deild, var málið allmikið rætt og því fylgt úr hlaði með grg. og greinargóðri framsögu af hendi hæstv. félmrh. Ég sé því ekki ástæðu til á þessu stigi málsins að hafa um það fleiri orð, en legg til við hæstv. forseta, að frv. að lokinni þessari umræðu verði vísað til 3. umr.