28.01.1957
Efri deild: 46. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

3. mál, húsnæðismálastjórn

Jón Kjartansson:

Ég hef ekki miklu við að bæta, en ég efast ekkert um það, að lýsing hæstv. ráðh. á ástandinu er rétt, þörfin er svo gífurleg. Þarf enginn að halda, að þetta litla lánakerfi, sem sett var upp með þessum lögum, nægi til þess að fullnægja þörfinni.

Mér þótti miður, að ráðh. gat ekki gefið neinar vonir um, hvernig hæstv. ríkisstj. hugsar sér að útvega fjármagn í þetta, því að það þarf vissulega meira fjármagn en við höfum yfir að ráða hér heima fyrir í fjármagnslausu landi.

Ég skal ekki orðlengja um þetta á þessu stigi. Ráðh. getur haft sínar ástæður til þess að skýra þetta ekki nánar. Ég treysti því, að hæstv. ríkisstj. finni lausn á þessu máli, lausn, sem fullnægi þörfinni til frambúðar.