31.01.1957
Efri deild: 48. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 741 í B-deild Alþingistíðinda. (794)

3. mál, húsnæðismálastjórn

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég kann ekki við það, að ekki heyrist rödd frá þm., sem mótmælir þeirri aðfinnslu, sem hv. 1. þm. N-M. kom með í garð forseta. Ég tel, að forseti hafi í engu brotið þingsköp, þó að hann leyfi þessar umr., sem allar snerta í raun og veru málið í heild, þó að þær snerti ekki beinlínis þetta frv. að öllu leyti. Ég tel, að hæstv. ráðh. hafi gefið fullkomið tilefni til þess í sínum ræðum, að það væri farið það út fyrir, sem gert var, og ég mótmæli því, að forseti sé víttur fyrir þetta. Þótt ungur sé, þá má hann njóta sannmælis.