31.01.1957
Efri deild: 48. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 741 í B-deild Alþingistíðinda. (797)

3. mál, húsnæðismálastjórn

Páll Zóphóníasson:

Það hefur verið upplýst í umræðunum, að það fé, sem ætlað er eftir lögunum, sem hér er lagt til að breyta með þessari till., 3 millj. kr. á ári, virðist nóg, og af því hefur verið afgangur undanfarandi ár. Hins vegar upplýsir borgarstjórinn, að nú ætli bæjarstjórn Reykjavíkur meira fé til þess arna en undanfarin ár. Það er reynsla fyrir því, að sú áætlun, sem bæjarstjórn Reykjavíkur gerir venjulega, er gerð út í loftið, og stenzt fæst, sem í henni er. Þess vegna legg ég ekkert upp úr því, sem borgarstjórinn segir hér um, en segi að undanfarinni reynslu nei við tillögunni.