14.12.1956
Neðri deild: 32. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 751 í B-deild Alþingistíðinda. (826)

2. mál, afnot íbúðarhúsa í kaupstöðum

Kjartan J. Jóhannsson:

Herra forseti. Það hafa nú orðið nokkrar umr. hér um þann ágreining, sem uppi hafi verið í n., og menn hafa talið, að hann hafi verið mikill. Það var þó í rauninni ekki. Í rauninni virtust nm. allir, og þar ekki undanskilinn hv. frsm. n., sammála um það, að æskilegt væri að gera nokkrar breytingar á frv. í líka átt og brtt. mín og hv. 8. þm. Reykv. fer. Og það, að ekki varð samkomulag um þá brtt. meðal n. allrar, hygg ég að hafi verið eingöngu af tillitssemi við hæstv. ráðherra. Það kom í ljós, og hv. frsm. lýsti því meira að segja yfir, að 2. gr., eins fortakslaus og hún er hér, væri illframkvæmanleg. Og ég get vel skilið þennan fyrirvara hv. 5. landsk. og 1. þm. Skagf., þar sem þeir tjá sig fylgjandi þessu frv. eingöngu með loforð frá hæstv. ráðh. upp á vasann um, að fram komi nýtt frv., þar sem betur verði frá þessum málum gengið en hér er. Ég man eftir, að það barst í tal í n., að þessi ákvæði 2. gr. væru svo einstrengingsleg og fortakslaus, að þó að læknir flytjist búferlum í einhvern þeirra kaupstaða, sem lögin ná til, og taki á leigu íbúðarhúsnæði, og eins og venja er í kaupstöðum úti á landi, ætli að hafa lækningastofu sína í hluta af húsnæðinu, þá væri ekki einu sinni heimilt fyrir ráðherra að veita undanþágu i þessu efni. Hv. frsm. n. taldi, að slíkt næði náttúrlega engri átt, að ekki væri bægt að veita slíka heimild. En ég spurði hæstv. ráðh. að því í gær, og hann sagði, að það væri alveg fortakslaust, hann gæti ekki einu sinni, þó að hann vildi, veitt slíka heimild, svo að það yrði að hafa það, þó að nauðsyn bæjarbúa krefðist þess í rauninni, að undanþága væri veitt, þá væri það ekki hægt. Það varð til þess, að þrátt fyrir orðróm um það, að fram kæmi nýtt frv. á þessu þingi, sem yrði betur úr garði gert en þetta, lagði ég og hv. 8. þm. Reykv. fram brtt., sem hér liggur fyrir á þskj. 136.

Þó að því hafi nú verið lofað, að fram komi á þessu þingi nýtt frv. um betri skipan þessara mála, þá vil ég mælast til þess við hv. d., að hún samþ. þessa brtt. Jafnvel þó að frumvarpið komi fram, eigum við ekki víst, að það verði samþ., og ekki, hvenær það verður samþ., og er því tryggara að koma þessari brtt. strax inn í þessi lög.