24.01.1957
Efri deild: 44. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

2. mál, afnot íbúðarhúsa í kaupstöðum

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Ég vildi beina þeirri fsp. til hæstv. forseta, hvort hann teldi ekki fara betur á því, að sá hæstv. ráðh., sem þetta mál heyrir undir, legði það fyrir þessa hv. þingdeild, eins og hann mun hafa gert, þegar það kom til umr. í hv. Nd. Ef hæstv. ráðh. er ekki reiðubúinn til þess að gera það nú, mundi þá ekki hæstv forseti telja eðlilegast að taka málið út af dagskrá að þessu sinni?