14.02.1957
Neðri deild: 54. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (866)

112. mál, samkomudag reglulegs Alþingis 1957

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, á Alþingi að koma saman 15. febr., nema annað sé ákveðið með lögum. Það er nú bersýnilegt, að þessu þingi verður ekki lokið fyrir morgundaginn, og þess vegna er þetta frv. borið fram, eins og hefur verið gert undanfarin ár.

Það þarf, eins og frv. ber með sér, að flýta því gegnum þingið í dag, og ég geri ráð fyrir vegna þess, hvernig á stendur, — þetta er sá venjulegi samkomudagur, sem samkomulag hefur verið um, 10. dagur októbermánaðar, — að hægt sé að ljúka málinn, án þess að það fari til nefndar. En hér í þessari hv. deild þarf málinu að vera lokið, áður en fundum verður slitið í hv. Ed.