28.05.1957
Sameinað þing: 62. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2225 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (GJóh):

Í kvöld verður ræðutími hvers þingflokks 45 mín. og skiptist í 3 umferðir, 20, 15 og 10 mín. eða eftir ákvörðun hvers flokks jafn ræðutími í fyrstu tveim umferðum og 10 mín. í þriðju umferð. Ef einhver flokkur fer fram úr ákveðnum ræðutíma í 1. og 2. umferð, styttist að sama skapi ræðutími hans í 3. umferð. Hins vegar má flokkur ekki geyma sér til 3. umferðar ræðutíma, sem hann notar ekki að fullu í 1. og 2. umferð.

Röð flokkanna verður þessi: 1) Sjálfstfl., 2) Alþfl., 3) Framsfl., 4) Alþb.

Ræðumenn flokkanna verða sem hér segir: Fyrir Sjálfstfl., hv. 1. þm. Reykv., Bjarni Benediktsson, hv. 1. þm. Rang., Ingólfur Jónsson, og hv. 6. þm. Reykv., Gunnar Thoroddsen. Fyrir Alþfl. tala hæstv. menntmrh., Gylfi Þ. Gíslason, og hv. 5. landsk., Benedikt Gröndal. Fyrir Framsfl. tala hæstv. fjmrh., Eysteinn Jónsson, og hv. 1. þm. Árn., Ágúst Þorvaldsson. Fyrir Alþb. tala hv. 2. landsk. þm., Karl Guðjónsson, og hæstv. sjútvmrh., Lúðvík Jósefsson.

Þá hefjast umr. Hv. 1. þm. Reykv., Bjarni Benediktsson, tekur til máls og talar af hálfu Sjálfstfl.