25.02.1957
Sameinað þing: 38. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (929)

1. mál, fjárlög 1957

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Við 2. umr. fjárlagafrv. fluttum við fjórir þm. brtt. um það, að framlag til Heydalsvegar á Snæfellsnesi yrði hækkað úr 150 þús. kr. í 500 þús. Var þessi till. okkar felld. Til vara gerðum við till. um, að framlagið yrði hækkað í 350 þús. kr.

Till. þessa drógum við til baka til 3. umr. og flytjum hana því nú á nýjan leik. Þess er þó að geta, að henni hefur ekki verið útbýtt enn þá, þar sem hún er í prentun.

Í framsöguræðu við 2. umr. gerði ég nokkra grein fyrir mikilvægi þessa fjallvegar fyrir Breiðafjarðarbyggðir og rannar meginhluta Vestur- og Norðurlands. Enn fremur benti ég á þá sérstöku erfiðleika og búmannsraunir, sem nú steðja að bændum á fjárskiptasvæðinu í Dala- og Strandasýslum. Leyfi ég mér að vísa til þessa rökstuðnings. Vona ég, að hv. þm. hafi gefið sér eitthvert tóm til að íhuga þetta mikilvæga mál, og skora á þá að samþ. þessa brtt.