25.02.1957
Sameinað þing: 38. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (935)

1. mál, fjárlög 1957

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ég flutti á þskj. 261 brtt. um fjárveitingu til vistheimilis fyrir afvegaleiddar stúlkur skv. lögum nr. 20 frá 1955, um breyt. á lögunum um vernd barna og ungmenna. Ég lýsti því við 2. umr., að ég mundi taka till. þessa aftur til 3. umr., en með því að sýnt er, að hún nái ekki prentun í tæka tíð, flyt ég hana hér skriflega og bið hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir tillögunni.