26.02.1957
Sameinað þing: 39. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

1. mál, fjárlög 1957

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil taka fram í tilefni af þessari till., að í till. meiri hl. fjvn. er lagt til, að ríkisstj. verði heimilað að kaupa jörð undir slíkt heimili. Það tel ég vera á þessu stigi málsins þá ráðstöfun, sem er mest aðkallandi, og ekki ástæðu til þess á þessu stigi að gera ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til byggingar heimilisins.